Greifarnir og Siggi Hlö

Útihátíð á SPOT

Verslunarmannahelgin 2020

Laugardagskvöld 1. ágúst: Ball með Greifunum og Sigga Hlö

Sunnudagskvöld 2.ágúst: Brekkusöngur með Bjössa Greifa og Greifum

Sunnudagskvöld 2. ágúst: Ball með Greifunum og Sigga Hlö

Við byrjum eftir

  • 00 days
  • 00 hours
  • 00 minutes
  • 00 seconds

Böllin

Böllin eru á laugardags og sunnudagskvöld um Verslunarmannahelgina. Tímasetningarnar eru ekki komnar á hreint en eins og maðurinn sagði “því fyrr, því betra”. Greifarnir og Siggi Hlö skiptast á svo það er engin lognmolla meðan einhver er í pásu. Undanfarin ár hefur þetta gengið frábærlega og mun alveg örugglega gera það líka núna.

Greifarnir

Greifarnir eru löngu landsþekkt hljómsveit fyrir lög eins og Útihátíð, Frystikistulagið, Sumarnótt, Skiptir engu máli, Draumadrottningin, Þyrnirós, Jóhannes, Eina nótt með þér og mörg fleiri. Þeir munu spila allt sitt besta efni auk þess sem þeir renna í heims og landsþekkta slagara í bland. Greifarnir eru þekktir fyrir mikla keyrslu og góða stemmingu og má segja að hljómsveitin hafi sennilega aldrei verið betri en einmitt núna. Greifarnir stefna á tónleikaferð um landið á næsta ári í tilefni af 35 ára starfs afmæli sveitarinnar. Mjög líklegt að nýtt efni frá hljómsveitinni muni koma út er nær dregur vori.

Gestur um Verslunarmannahelgi

“já skrambi gaman og kjaftfullt, enda súper grúbba á ferð þarna, maður komst bara í gamla gírinn 😮 kíki á ykkur aftur í kvöld….” (Af facebook)

Gestur um Verslunarmannahelgi

“Takk fyrir mig þið eruð bestir??” (Af facebook)

Gestur um Verslunarmannahelgi

“Sunnudagskvöldið á Spot…….var vægast sagt gott…..þar öllu réði…..söngur, dans og gleði……frystikistulagið þeir þurftu bara rétt að spila……söngnum fólkið á gólfinu kom til skila……Greifarnir….100% gæði……TAKK FYRIR MIG…..þið voruð algjört æði…” (Af facebook)

Þessi gestur skemmti sér vel

“Takk kærlega fyrir mig 🙂 Þið klikkið sko ekki á balli, flottastir :)“    (Af facebook)

Ein sem mætti ekki

“ ??? vildi að ég hefði komist!! Hlustaði sko á Greifalög í allt gærkvöld.” (Af facebook)

Gestur sem var búin að vera lengi á leiðinni

“Vá, hvað Greifarnir voru geeeðveikir í nótt! Haha gleðitárin runnu bara af ánægju við að sjá þá aftur 😀 Síðast þegar ég sá þá var ég 10 ára og þeir voru að spila á Hvammstanga.. of langt síðan” (Af facebook)

Siggi Hlö

Siggi Hlö hefur veriið einn vinsælasti útvarpsmaður og plötusnúður landsins um árabil. Hann er alger sérfræðingur í eitís tónlist sem hann spilar í sínum vinsæla útvarpsþætti á hverjum laugardags eftirmiðdegi. Siggi Kann svo sannarlega að búa til og halda uppi stemmingu og notar eitís lög sem grunn en skreytir smekklega með öðru góðgæti frá ýmsum tímum. Mikill gleðigjafi. Alger Maskína!

Ein hátt uppi

“Þetta var dásamlegt 🙂 er bara ennþá á bleiku skýi hahaha” (Af facebook)

Gestur um Verslunarmannahelgi

“Þetta var bara gaman, já meira að segja fyrir mig… rúmlega miðaldra. ? dásemd að upplifa stuðið. Ég dansaði alveg frá upphafi til enda, bláedrú ?” (Af facebook)

Gestur um Verslunarmannahelgi

“Besta ball sem ég hef upp lifað, þetta var geggað stuð” (Af facebook)

Gestur á Útihátíð á SPOT

“Takk fyrir mig, þið voruð æði ?” (Af facebook)

Gestur á útihátíð á SPOT

“Takk fyrir mig í kvöld, þetta var æðislega skemmtilegt, þvílík stemmnig á dansgólfiinu :)” (Af facebook)

Gestur í góðum gír

“Takk fyrir mig alveg frábært gigg. Og geggjuð stemning” (Af facebook)

Paylisti á SPOTIFY fyrir Útihátíð á SPOT 2020

Hitaðu upp fyrir helgina!

Brekkusöngur

Brekkusöngurinn hefur frá byrjun verið ómissandi partur af Útihátíðinni á SPOT um Verslunarmannahelgina. Hann er alltaf á sunnudagskvöldinu.  Bjössi Greifi hefur stýrt brekkusöngnum í öll skiptin með smá aðstoð félaga sinna. Hann mun að sjálfsögðu stjórna söngnum í ár. Þetta er í ellefta skiptið sem Útihátíðin og brekkusöngurinn fara fram og því verða blysin ellefu í ár. Vegna aðstæðna í samfélaginu verðum við sennilega að skipta brekkunni niður í hólf. Þar sem samheldni og gleðin mun ríkja verður þetta ekkert vandamál. Tímasetningin á brekkusöngnum verður tilkynnt síðar.

Lagalisti og textar fyrir Brekkusöng

Svo allir geti sungið með verður textarnir í lögunum sem sungin verða í brekkusöngnum aðgengilegir hér þegar nær dregur.

MIÐASALA

Forsala miða fer fram á SPOT Bæjarlind 6 í Kópavogi. Það er auðvitað hægt að kaupa miða þegar þú mætir á ballið en það kostar meira og auk þess eru takmarkað magn miða í boði. Það geta ekki verið fleiri en 500 manns í húsinu á sama tíma.

Það er því skynsamlegt að kaupa miða í forsölu.

Að taka þátt í brekkusöngnum kostar ekkert.

Forsalan er byrjuð!

Skráðu þig á póstlistann okkar!

Það er ýmislegt framundan hjá Greifunum á næsta ári. Tónleikaferð og nýtt efni. Til að fylgjast með skaltu endilega skrá þig hér fyrir neðan.

Fylgdu okkur  á samfélagsmiðlum!

Myndir frá fyrri Verslunarmannahelgum á SPOT!

All right reserved. © 2020 Greifarnir og Siggi Hlö

Start typing and press Enter to search